Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 15. ágúst 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea selur Omeruo í spænsku deildina (Staðfest)
Chelsea er búið að selja nígeríska varnarmanninn Kenneth Omeruo eftir sjö ára dvöl hjá félaginu.

Omeruo kom aldrei við sögu hjá Chelsea en var lánaður til ADO Den Haag, Middlesbrough, Kasimpasa, Alanyaspor og Leganes.

Hann var mikilvægur hlekkur í hópi Leganes á síðustu leiktíð og ákvað spænska félagið að festa kaup á honum fyrir 5 milljónir evra.

Leganes leikur í efstu deild á Spáni og endaði í 13. sæti í vor, átta stigum frá fallsæti.

Omeruo verður 26 ára í október og á 51 landsleik að baki fyrir Nígeríu.
Athugasemdir
banner