Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp bestur í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp hefur hlotið nafnbótina besti knattspyrnustjóri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa rúllað yfir keppnina með Liverpool.

Þetta er í fyrsta sinn frá komu Klopp í enska boltann sem hann er valinn sem stjóri tímabilsins en Josep Guardiola hefur verið valinn bestur síðustu tvö tímabil.

Undir hans stjórn náði Liverpool í 99 stig og endaði 18 stigum fyrir ofan Manchester City.

Klopp er elskaður og dáður í knattspyrnuheiminum og ekki bara af stuðningsmönnum Liverpool. Hann er vel að þessum verðlaunum kominn enda búinn að byggja upp stórkostlegt knattspyrnulið í Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner