Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. september 2019 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Gaui Þórðar fékk skell í toppslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Guðjóns Þórðarson í NSÍ Runavík voru slegnir niður á jörðina í toppbaráttuslag í Færeyjum í kvöld.

NSÍ fékk B36 í heimsókn og þar komst B36 yfir eftir aðeins sjö mínútur. Þeim tókst að skora annað mark fyrir leikhlé og var staðan 2-0 í hálfleik.

Á 58. mínútu komst B36 í 3-0 og þar við sat. Öruggur sigur B36 staðreynd og þeir eru núna með fimm stiga forskot á NSÍ á toppi deildarinnar. NSÍ á þó leik til góða og það er enn spenna í þessu.

Þess má geta að þetta er fyrsta tap NSÍ í færeysku úrvalsdeildinni síðan 14. apríl.

Lið Heimis Guðjónssonar, HB, vann fyrr í dag 3-0 sigur gegn Skála. Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn fyrir HB, sem er í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig.

Talað er um það að Heimir gæti snúið aftur til Íslands að tímabilinu loknu. Hann hefur meðal ananrs verið orðaður við Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner