þri 15. september 2020 22:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA er Íslandsmeistari í 4. flokki karla
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
KA 3-2 Stjarnan
0-1 Elmar Freyr hauksson ('30)
1-1 Gabríel Lukas Freitas Meira ('32)
2-1 Elvar Mán Guðmundsson ('37)
2-2 Elmar Freyr Hauksson ('61)
3-2 Dagbjartur Búi Davíðsson ('63, víti)

KA er Íslandsmeistari í 4. flokki karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni, leikið var á Greifavellinum.

„Strákarnir í 4. flokki gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 baráttusigur í úrslitaleik Íslandsmótsins og hömpuðu þar með Íslandsmeistaratitlinum. Strákarnir sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent undir og sneru leiknum sér ívil. Frábært sumar hjá mögnuðu liði sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér!" stendur í færslu á Facebook síðu KA, Knattspyrnufélagi Akureyrar

Þar má nálgast myndband frá leiknum. Leikurinn var eini tapleikur Stjörnunnar í Íslandsmótinu þetta sumarið.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu KA þar sem má sjá fleiri myndir og meira um leikinn í dag


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner