Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 15. september 2020 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeild kvenna: ÍA vann gífurlega mikilvægan sigur - Haukar elta toppliðin
Sæunn skoraði þriðja mark Hauka.
Sæunn skoraði þriðja mark Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tveir leikir voru á dagskrá í dag í Lengjudeild kvenna. Fyrri leikur dagsins hófst klukkan 16:30 á Húsavík þar sem heimakonur í Völsungi tóku á móti ÍA í slag í neðri hlutanum.

Völsungur er í neðsta sæti deildarinnar á meðan ÍA var, og er áfram í þriðja neðsta sæti. Öll þrjú mörk leiksins komu á fyrstu sautján mínútum seinni hálfleiks og var það Unnur Ýr sem kom ÍA yfir á 47. mínútu. Guðrún Þóra jafnaði metin fyrir Völsung á 51. mínútu en Dagný Halldórsdóttir skoraði lokamark leiksins á 62. mínútu fyrir ÍA sem tók þar með öll þrjú stigin.

Völsungur er nú níu stigum á eftir ÍA þegar liðið á sex leiki eftir. ÍA er fimm stigum á undan Fjölni þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir.

Í seinni leik dagsins tóku Haukar á móti Aftureldingu. Haukar komust í 2-0 með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Afturelding minnkaði muninn en Sæunn Björnsdóttir skoraði á 65. mínútu og kom Haukum í 3-1. Soffie Ummarin, varamaður Aftureldingar, minnkaði muninn á 83. mínútu en lengra komust gestirnir ekki.

Haukar eru nú fjórum stigum á eftir Keflavík í baráttunni um 2. sæti deildarinnar. Afturelding er í fimmta sæti með 18 stig, átta stigum á eftir Haukum.

Völsungur 1- 2 ÍA
0-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('47, víti)
1-1 Guðrún Þóra Geirsdóttir ('51)
1-2 Dagný Halldórsdóttir ('62)

Haukar 3 - 2 Afturelding
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('45)
2-0 Vienna Behnke ('45+2, víti)
2-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('59)
3-1 Sæunn Björnsdóttir ('65)
3-2 Soffía Ummarin Kristinsdóttir ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner