Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. september 2021 23:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand hefði sagt Ronaldo að setjast niður
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo er risastór persónuleiki með gríðarlegt sigurhugarfar.

Hann skoraði fyrir Manchester United í 2-1 tapi gegn Young Boys í gær. Hann var tekinn af velli um miðbik seinni hálfleiks en tók þátt í leiknum af hliðarlínunni.

Það voru teknar myndir af Ronaldo í gær - á meðan leik stóð - þar sem hann var á hliðarlínunni að garga inn á völlinn. Við hlið hans er Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United. Rætt var um þetta á BT Sport.

„Ef ég er stjórinn, þá hefði ég sagt honum að setjast niður," sagði Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Man Utd, og fyrrum liðsfélagi Ronaldo.

„Hann er ástríðufullur náungi og vill vinna. Hann þráir ekkert meira en sigur og getur ekki haldið því inn í sér."

Það var eftirminnilegt í úrslitaleik EM 2016 er Ronaldo var nánast byrjaður að stýra landsliði Portúgal af hliðarlínunni. Portúgal vann þann leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner