mið 15. september 2021 09:25
Elvar Geir Magnússon
Kane gæti gert nýjan samning - Juve og Bayern horfa til Jesus
Powerade
Gerir hann nýjan samning?
Gerir hann nýjan samning?
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus sóknarmaður Manchester City.
Gabriel Jesus sóknarmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Florian Wirtz.
Ungstirnið Florian Wirtz.
Mynd: EPA
Það er víða komið við í slúðurpakkanum í dag. Kane, Tielemans, Martínez, Aouar, Nandez, Romero, Wijnaldum, Ramsay og fleiri koma við sögu.

Enski sóknarmaðurinn Harry Kane (28) gæti gert nýjan samning við Tottenham ef riftunarákvæði verður í honum. Kane taldi sig vera með heiðursmannasamkomulag við stjórnarformanninn Daniel Levy um að mega yfirgefa Spurs í liðnum sumarglugga þegar Manchester City reyndi að kaupa hann. (Eurosport)

Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá Paris St-Germain, segir að hann sjái Kylian Mbappe (22) ekki yfirgefa félagið eftir tímabilið. Mbappe hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. (Marca)

Juventus íhugar að gera tilboð í brasilíska sóknarmanninn Gabriel Jesus (24) en gæti fengið samkeppni frá Bayern München ef pólski sóknarmaðurinn Rober Lewandowski (33) ákveður að færa sig um set. (Calciomercato)

Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans (24) segir að hann haldi möguleikum sínum opnum. Hann er í viðræðum við Leicester City um nýjan samning en hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United, Barcelona og Real Madrid. (Sky Sports)

Tottenham og Atletico Madrid gerðu bæði stór tilboð sem Inter hafnaði í argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (24). Lægra tilboði frá Arsenal var einnig hafnað. (Gazzetta dello Sport)

Bukayo Saka (20), leikmaður Arsenal, er á óskalistum margra félaga en Arsenal segir að það komi ekki til greina að selja hann. (Here We Go)

Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á þýska ungstirninu Florian Wirtz (18) hjá Bayer Leverkusen. (Express)

Möguleikar Chelsea á að kaupa franska miðvörðinn Jules Kounde (22) frá Sevilla munu velta á því hvernig samningastaða Antonio Rudiger (28) verður leyst en hans samningur rennur út 2022. (Star)

Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum (30) segist hafa viljað vera áfram hjá Liverpool en hann hafi ekki fundið mikinn áhuga félagsins á að halda sér. Það hafi verið ástæða þess að hann fór til Paris St-Germain á frjálsri sölu. (L'Equipe)

Arsenal hefur ekki gefið upp von um að fá franska miðjumanninn Houssem Aouar (23) næsta sumar. Það verður þó erfitt að fá hann nema félagið komist í Meistaradeildina. (Todofichajes)

Tottenham er meðal félaga sem vilja fá Nahitan Nandez (25), miðjumann Cagliari. Inter, Napoli, Roma og Fiorentina hafa einnig áhuga á honum þegar janúarglugginn opnar. Sagt er að ítalska félagið sé opið fyrir því að selja úrúgvæska landsliðsmanninn á nýju ári. (Tuttomercatoweb)

Barcelona hefur mikinn áhuga á argentínska varnarmanninum Cristian Romero (23) sem gekk í raðir Tottenham frá Atalanta í sumar. (Fichajes)

Juventus og AC Milan gætu reynt að fá spænska miðjumanninn Isco (29) frá Real Madrid í janúarglugganum. (Calciomercato)

Everton hefur áhuga á að fá varnarmanninn Calvin Ramsay (18) frá Aberdeen í janúar. Njósnarar Everton fylgdust með honum spila gegn Motherwell um helgina. (Scottish Sun)

Watford hyggst fá Jimiel Chikukwa (18) á frjálsri sölu en framherjinn ungi yfirgaf Leeds United í sumar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner