Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 15. september 2021 09:48
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo skaut niður gæslukonu - Gaf henni treyjuna sína
Í upphitun fyrir leik Young Boys og Manchester United í gær átti Cristiano Ronaldo þrumuskot sem fór óvart í konu sem starfaði í öryggisgæslu í leiknum.

Ronaldo er feikilega skotfastur og skiljanlega lá konan kylliflöt eftir að hafa fengið boltann í sig. Hún fékk strax aðhlynningu frá kollegum sínum.

Ronaldo sjálfur stökk yfir auglýsingaskilti til að athuga hvort ekki væri í lagi með konuna. Eftir leikinn gaf hann henni svo treyjuna sína.

Ronaldo hitti betur á markið í leiknum sjálfum og kom Manchester United yfir en það dugði skammt því Young Boys vann óvæntan 2-1 sigur.




Athugasemdir
banner
banner