Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 15. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ramos að snúa aftur í landsliðið?
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Paris Saint-Germain, gæti snúið aftur í spænska landsliðið eftir eins og hálfs árs fjarveru en þetta segir spænski miðillinn Marca.

Þessi 36 ára gamli miðvörður spilaði síðast tvo landsleiki í mars á síðasta ári gegn Grikklandi og Kósóvó.

Hann glímdi við erfið meiðsli hjá Real Madrid og svo á fyrsta tímabili sínu með Paris Saint-Germain og var því ekki klár í verkefnin með spænska landsliðinu.

Marca segir nú frá því að Ramos gæti snúið aftur í landsliðið í þessum mánuði en hann er á lista hjá Luis Enrique fyrir leikina gegn Sviss og Portúgal í lokasprettinum í Þjóðadeildinni.

Ramos hefur sloppið við meiðsli í byrjun leiktíðar og spilað tíu leiki fyrir PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner