Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. september 2022 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður hörð barátta en Liverpool leiðir kapphlaupið
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Það er búist við því að Liverpool muni leiða kapphlaupið um hinn 19 ára gamla Jude Bellingham næsta sumar.

Bellingham er uppalinn hjá Birmingham en fór til Dortmund 2020.

Hann hefur vaxið gríðarlega á miðjunni hjá Dortmund og er lykilmaður hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu þessa stundina. Bellingham átti frábæran leik gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær.

Bellingham hefur verið orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög en líklegast þykir að hann lendi hjá Liverpool.

Telegraph segir frá því í dag að Dortmund sé að undirbúa sig fyrir það að selja hann næsta sumar og það sé Liverpool sem leiði kapphlaupið um hann. Baráttan verður hörð, en Liverpool leiðir kapphlaupið. Félagið er að leggja mikla áherslu á að landa Bellingham að þessu tímabili loknu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner