Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 09:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney: United orðið verra undir stjórn Amorim
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United tapaði í gær 3-0 gegn grönnunum í City. Ruben Amorim var ráðinn til starfa 1. nóvember á síðasta ári eftir að Erik ten Hag var rekinn.

Rúmlega tíu mánuðir eru liðnir frá því og ekki útlit fyrir að liðið sé á leið í rétta átt. Frammistaðan gegn City í gær var ekki góð og margir stuðningsmenn United fóru af vellinum áður en flautað var til leiksloka.

„Ég vil sýna eins mikinn stuðning og vera eins jákvæður og hægt er varðandi stjórann og leikmennina. En það er mjög erfitt að sitja hér og segja að við séum að sjá framfarir og hluti sem munu skila úrslitum í nálægri framtíð," sagði Wayne Rooney í þætti sínum The Wayne Rooney Show. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United.

„Við erum ekki að sjá neitt svoleiðis, og það er mjög erfitt. Það var sýnt frá því í þegar stutt var til leiksloka að stuðningsmenn voru að fara. Men sungu nafn Amorim, en það hefur mikla vigt að stuðningsmenn hafi verið að yfirgefa völlinn."

„Þú veist að leikurinn er búinn og ég held þeir séu vonsviknir með það sem þeir sjá. Hvað er verið að reyna gera? Hvað sjáum við sem gæti bætt liðið horfandi til framtíðar?"


United endaði í 15. sæti á síðasta tímabili með 42 stig, aldrei endað neðar síðan 1989-90 og ekki fengið færri stig síðan 1973-74 þegar liðið féll síðast.

„Við heyrðum hvernig átti að spila og að hlutirnir myndu breytast. Ég held að ef stjórinn er hreinskilinn við sjálfan sig, þá hafa hlutirnir orðið verri," sagði Rooney.
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Athugasemdir
banner