Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
   sun 14. september 2025 17:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Virkilega sterkur sigur," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir sigur gegn Vestra í dag.

Sigurinn dugði ekki þar sem liðinu tókst ekki að komast í efri hlutann. Liðið þurfti að treysta á FH sigur gegn Fram.

Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Vestri

„Við erum að gera rosalega vel. Miðað við hvernig tímabilið byrjaði er ég ótrúlega ánægður með alla, leikmenn og stjórnina, að við séum komnir á þennan stað. Það er grátlegt að við erum einu litlu hænuskrefi að komast í topp sex. Svíður aðeins eitt mark á 99. mínútu í síðustu umferð og að Fram skuli jafna á 92. í dag og að þetta sé markatala en svona er fótboltinn," sagði Haddi.

Tímabilið byrjaði mjög brösuglega hjá KA, mikið um meiðsli.

„Það sýnir karakter að vinna sig út úr því. Við erum á virkilega flottum stað í dag. Nánast með alla heila og frábæra leikmenn á bekknum. Í dag fæ ég möguleika á því að leyfa tveimur ungum að koma inn á. Ungu strákarnir í KA munu fá fleiri mínútur og stærra hlutverk, þeir eru orðnir tilbúnir í það."

KA hefur hafnað í 7. sæti síðustu tvö ár. Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, hefur afhent þeim Forsetabikarinn svokallaða fyrir þann árangur.

„Alvöru sigurvegarar vilja enda eins ofarlega og hægt er í deildinni. Við ætlum að enda í 7. sæti eins og síðustu tvö ár. Við reynum að taka hann þrjú ár í röð. Ég heyrði einhversstaðar heyrði ég að hann væri eignabikar ef við vinnum hann þrjú ár í röð. Hjörvar sem er mikill KA maður, hefur farið með okkur í æfingaferðir sem þjálfari og þjálfað mig, hann hlýtur að vera virkilega ánægður með að gefa KA einn stórkostlegan bikar."

Birnir Snær Ingason hefur skorað í síðustu tveimur leikjum og Hallgrímur Mar Steingrímsson átti frábæran leik í dag.

„Birnir og Grímsi eru búnir að vera frábærir. Grímsi er ótrúlegur leikmaður, það er undarlegt hvað hann er góður. Grímsi er betri leikmaður í dag en hann var fyrir tíu árum þegar hann var á besta aldri. Ég fullyrði það að ekki nokkur leikmaður á Íslandi hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt. Hann er orðinn virkilega góður leikmaður," sagði Haddi.

„Við vitum öll að Birnir er frábær. Hann kemur frá Svíþjóð þar sem hann var ekki að spila beint inn í mitt tímabil, þurfti smá tíma til að aðlagast. Nú er hann búinn að gera vel, skorað í síðustu tveimur leikjum. Þeir eru frábærir saman."
Athugasemdir
banner
banner