Bikarmeistarar Crystal Palace náðu sögulegu afreki er liðið gerði markalaust jafntefli við nýliða Sunderland í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
Palace hefur verið á miklu flugi undir stjórn austurríska stjórans Oliver Glasner.
Það varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor og heldur Glasner áfram að skrifa sig í sögubækurnar.
Jafnteflið gegn Sunderland í gær þýðir að Palace hefur ekki tapað í tíu leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni sem er í fyrsta sinn sem það tekst í sögu Palace.
Árin 1989 til 1990 fór Palace í gegnum tólf deildarleiki án þess að tapa, en enska úrvalsdeildin var ekki sett á laggirnar fyrr en árið 1992.
Palace hefur nokkrum sinnum farið í gegnum sjö úrvalsdeildarleiki án þess að tapa en þessi tölfræði sýnir þá ótrúlegu hluti sem Glasner er að gera með liðið.
Crystal Palace have gone 10 consecutive league games unbeaten for the first time ever in the Premier League.
— Squawka (@Squawka) September 14, 2025
Take a bow, Oliver Glasner. ???? pic.twitter.com/5MRyKqeyjC
Athugasemdir