
Bjarki Baldvinsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Völsung í dag þegar liðð tapaði gegn HK á Húsavík í lokaumferðinni Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: Völsungur 0 - 4 HK
„Eins og við var að búast að einhverju leyti. Við komum ágætlega inn í leikinn en þeir skora einhver tvö ótrúlegustu mörk sem ég hef séð, sérstaklega seinna, það hlýtur að vera mark ársins," sagði Bjarki
„Ég held að það hafi sést ágætlega að það hafi verið lítið undir hjá öðru liðinu en allt undir hjá hinu."
Í dag spilaði hann 345. keppnisleikinn sinn fyrir liðið, sá fyrsti kom árið 2006. Hann skoraði 32 mörk.
„Ég er stoltur að enda þetta svona. Held að þetta sé besti árangur Völsungs á þessari öld. Ánægjulegt að enda þetta svona, liðið hefur aldrei verið á betri stað síðan ég byrjaði í fótbolta. Ótrúlega margir heimastrákar sem eru góðir í fótbolta," sagði Bjarki.
Hann sló á létta strengi þegar hann var spurður að því hvað tekur við hjá honum.
„Nú lækka ég forgjöfina, það er kominn tími til," sagði Bjarki.
Athugasemdir