Valdimar Þór lék á alls oddi þegar Víkingur vann stórsigur á KR fyrr í dag. Leikar enduðu með 0-7 útisigri Víkings og skoraði Valdimar þrennu.
Lestu um leikinn: KR 0 - 7 Víkingur R.
„Virkilega sáttur með þrjú stig. Geggjað að setja öll þessi mörk og laga markatöluna.“
KR-liðið hélt meira í boltann en Víkingur refsaði við hvert tækifæri.
„Við þurftum ekkert að elta þá út um allt. Við biðum eftir réttu mómentunum og refsuðum þeim.“
„Það er alltaf gott þegar maður tikkar inn mörkum. Svo er líka frammistaðan í leikjunum sem skiptir máli, ekki bara mörkin.“
Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir tvískiptingu.
„Við erum að fara í einn leik í einu. Markatalan er sterk, en þá þurfum við fyrst og fremst að sækja þessa þrjá punkta í hverjum leik. Þetta er veisla, við þurfum að sjá hver fyrsti leikurinn er og undirbúa sig fyrir hann.“
Athugasemdir