Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   lau 13. september 2025 20:30
Viktor Ingi Valgarðsson
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfyssingar töpuðu fyrir Keflavík 4-1 í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Niðurstaðan sú að Selfoss fellur í 2.deild en Keflavík náði 5.sæti og fara í umspil við Njarðvík.


Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  4 Keflavík

„Fyrir þessa umferð var fyrirsjáanlegt að þetta yrði mikill darraðardans, hvað leikinn varðar vorum við alveg inn í þessum leik þangað til við þurftum að taka virkilega sénsa."

Selfoss komust yfir í leiknum eftir víti frá Jóni Daða en voru komnir 2-1 undir eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik. „Við vorum með bakið upp við vegg og tókum sénsinn í lokinn en því miður tókst það ekki."

Selfoss fékk nokkur dauðafæri í leiknum til að jafna en ekkert varð úr og Keflvíkingar bættu tveimur mörkum við í lokinn. 

„Þetta er soldið saga okkar í sumar, þessi dauðafæri enda einhversstaðar allt annarstaðar en í markinu. Það kannski einkennir svona lið sem er að falla."

2.deildin tekur við hjá Selfossi á næsta ári og spurning hvaða leiðir Bjarni Jó og klúbburinn fara eftir þetta tímabil. „Þeir sem stjórna klúbbnum hljóta að setjast niður og fara vel yfir málin."

„Það er bara þessi hefðbundna haustvinna, menn verða nú að fá að anda aðeins eftir svona þungan dag."


Athugasemdir
banner