Það er spennandi leikur í dag þegar Man City fær Man Utd í heimsókn.
Það hefur verið mikill munur á liðunum undanfarin ár þar sem City hefur unnið fjölda titla en Man Utd verið í miklum vandræðum. Liðin eru bæði í vandræðum í upphafi tímabilsins en City er með þrjú stig og Man Utd fjögur stig.
Það hefur verið mikill munur á liðunum undanfarin ár þar sem City hefur unnið fjölda titla en Man Utd verið í miklum vandræðum. Liðin eru bæði í vandræðum í upphafi tímabilsins en City er með þrjú stig og Man Utd fjögur stig.
„Ég ber að sjálfsögðu virðingu fyrir United. Ég ber mikla virðingu fyrir sögunni þeirra, hvað þeir hafa gert hér áður fyrr, fyrir arfleið enska boltans og fótboltans í heild. Ef þeir vinna þá vinna þeir," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City.
„Áður fyrr voru þeir alltaf á undan okkur, City vann þá stundum. Þeir unnu úrvalsdeildina 30 sinnum. Á síðustu átta árum höfum við unnið sex sinnum. Það er það sem telur. Við höfum verið betri síðan ég kom, alltaf verið betri síðustu níu til tíu ár, með mörg stig á milli okkar."
„Þeir geta unnið okkur að sjálfsögðu. Viljum við tapa á morgun? Nei. Því við þurfum á þessum stigum að halda, við þurfum að ná takti."
Athugasemdir