„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir sigur liðsins gegn Vestra í dag.
KA þurfti að treysta á að FH myndi vinna Fram til að eiga möguleika á að enda í efri hlutanum en Fram jafnaði metin á 92. mínútu.
KA þurfti að treysta á að FH myndi vinna Fram til að eiga möguleika á að enda í efri hlutanum en Fram jafnaði metin á 92. mínútu.
Lestu um leikinn: KA 4 - 1 Vestri
„Ég kom út af og þá er sagt við mig að við séum í topp sex síðan sest ég niður þá er Fram að jafna. Þetta er ógeðslega svekkjandi en við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt. Við erum klaufar í síðasta leik á móti Stjörnunni og fleiri leikir sem við hefðum getað klárað. Við tökum neðri sex með stæl, við erum vanir því," sagði Grímsi.
Hann var svekktur með að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk.
„Þetta var skrítinn leikur. Mér fannst Vestri vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik og við heppnir að vera í forystu. Svo fáum við á okkur víti og eftir það erum við betri og eigum að geta skorað fleiri mörk. Mér fannst líka geta komið fleiri víti, mjög furðulegt en gott að klára þetta 4-1,"
Hans Viktor Guðmundsson skoraði þriðja mark KA eftir hornspyrnu frá Grímsa.
„Ég vildi meina að ég hafi skorað úr horninu en hann segist hafa fengið hann í sig. Ætli ég verði ekki að gefa honum markið, það er ekki oft sem hann skorar, ég á bara þrennuna inni."
KA er í 7. sæti sem stendur en liðið getur endað í 8. sæti ef nær í jákvæð úrslit gegn Breiðabliki á morgun.
„Þetta eru allt erfiðir leikir. Maður veit ekki hvernig þetta raðast niður, það eru einhverjir leikir eftir. Maður veit ekki hvort ÍBV verði niðri eða uppi, þeir eiga leik á morgun sem er alveg glórulaust hjá KSÍ að hafa það þannig. Við tökum þetta og ætlum að taka Forsetabikarinn fræga," sagði Grímsi.
Athugasemdir