Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 09:31
Kári Snorrason
Sölvi stoltur af syninum: „Menn hafa líkt honum við Diogo Jota“
Lengjudeildin
Magnús Daði Ottesen er yngsti leikmaður meistaraflokks Fylkis frá upphafi.
Magnús Daði Ottesen er yngsti leikmaður meistaraflokks Fylkis frá upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen er tíður gestur í Árbænum þessa dagana.
Sölvi Geir Ottesen er tíður gestur í Árbænum þessa dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Daði Ottesen, sonur Sölva Geirs Ottesen, þjálfara Víkings. braut blað í sögu Fylkis í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri liðsins gegn ÍR á laugardag.

Magnús Daði er aðeins 14 ára og 230 daga gamall en hann er yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Fylki. Sölvi var spurður út í afrek sonarins eftir leik Víkings og KR í gær.

„Virkilega, virkilega stoltur af honum. Þetta var fallegt móment að sjá strákinn sinn koma inn á. Hann var búinn að vinna mikið að þessu tækifæri, það er gaman að þessu.“

Þú vilt ekki sækja soninn yfir í Víkina?

„Nei, ekki strax. Hann verður að fá að vera í Fylki. Hann er á góðum stað, Fylkismenn eru að gera virkilega vel með hann. Hann er sáttur þarna, síðan veit maður ekki hvað gerist“.

Hvernig leikmaður er Magnús?

„Hann er duglegur og virkilega góður skallamaður, sem ætti ekki að koma á óvart. Menn hafa líkt honum við Diogo Jota, ekki hávaxnasti en öflugur í loftinu. Duglegur og með góðan leikskilning, ég gæti talið upp meira hérna, þetta er strákurinn minn, segir Sölvi léttur.

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Sölvi er spurður út í son sinn, Magnús Daða, á mínútu 4:15.



Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Athugasemdir
banner