Werder Bremen setti fjögur í Mönchengladbach
Það fóru tveir leikir fram í þýsku deildinni í dag þar sem St. Pauli lagði Augsburg að velli áður en Werder Bremen var með sýningu í Mönchengladbach.
Fabian Rieder tók forystuna fyrir Augsburg í Hamborg og leiddu gestirnir allt þar til á 45. mínútu þegar heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu.
Andreas Hountondji steig á punktinn og lét verja frá sér, en náði sjálfur frákastinu og jafnaði þannig metin.
Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum í síðari hálfleik en það var Danel Sinani frá Lúxemborg sem gerði gæfumuninn með marki á 77. mínútu.
Þetta mark reyndist sigurmark leiksins svo lokatölur urðu 2-1 fyrir St. Pauli. Liðið hefur farið furðu vel af stað á nýju deildartímabili og deilir öðru sætinu með Dortmund og Köln, með 7 stig eftir 3 umferðir. Augsburg situr eftir með 3 stig.
Samuel Mbangula, fyrrum leikmaður Juventus, skoraði þá og lagði upp í fyrri hálfleik er Werder Bremen rúllaði yfir Borussia Mönchengladbach á útivelli.
Victor Boniface átti stoðsendingu í síðari hálfleik og urðu lokatölur 0-4 fyrir gestunum frá Bremen. Gladbach fékk góð tækifæri til að skora í leiknum en nýtti þau ekki.
Gladbach er aðeins með 1 stig eftir 3 umferðir. Þetta var fyrsti sigur Bremen, sem er með 4 stig.
St. Pauli 2 - 1 Augsburg
0-1 Fabian Rieder ('16 )
1-1 Andreas Hountondji ('45 )
1-1 Andreas Hountondji ('45 , Misnotað víti)
2-1 Danel Sinani ('77 )
Borussia M'Gladbach 0 - 4 Werder Bremen
0-1 Samuel Mbangula ('15 )
0-2 Jens Stage ('26 )
0-3 Romano Schmid ('73 , víti)
0-4 Justin Njinmah ('81 )
Athugasemdir