Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Manchester-slagnum: Donnarumma beint í markið - Sesko byrjar
Donnarumma byrjar hjá Man City
Donnarumma byrjar hjá Man City
Mynd: EPA
Sesko er í byrjunarliði í deildinni í fyrsta sinn
Sesko er í byrjunarliði í deildinni í fyrsta sinn
Mynd: EPA
Manchester City og Manchester United eigast við í grannaslag á Etihad-leikvanginum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 í dag.

United er með 4 stig á meðan City er aðeins með þrjú stig, en fyrsti sigur United kom gegn nýliðum Burnley í síðustu umferð á meðan City hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Gianluigi Donnarumma, sem kom til City undir lok gluggans frá Evrópumeisturum PSG, kemur beint í markið í stað James Trafford sem fer á bekkinn.

Senne Lammens er á bekknum hjá Man Utd og er því Altay Bayindir áfram aðalmarkvörður. Benjamin Sesko er að byrja sinn fyrsta deildarleik með United síðan hann kom frá Leipzig.

Man City: Donnarumma; Khusanov, Rúben Dias, Gvardiol, O’Reilly; Bernardo Silva, Rodri, Reijnders; Foden, Haaland, Doku

Man Utd: Bayindir; Yoro, De Ligt, Shaw; Mazraoui, Ugarte, Bruno Fernandes, Dorgu; Mbeumo, Sesko, Amad.




Athugasemdir
banner