Færin hafa ekki verið mörg í byrjun leiks Burnley og Liverpool, en þó er eitthvað um áhugaverð og umdeild atvik.
Franski miðjumaðurinn Lesley Ugochukwu var heppinn að fá aðeins gult spjald fyrir tæklingu á Alexis Mac Allister.
Við fyrstu sýn virkaði tæklingin ekkert sérstaklega hættuleg en þegar endursýning er skoðuð fylgir hann vel á eftir og fer með takkana í ökklann á Mac Allister.
VAR skoðaði atvikið og komst að þeirri niðurstöðu að gult spjald hafi verið sanngjarnt.
UGOCHUKWU VS MAC ALLISTER ????pic.twitter.com/acvlp5LDvl
— KinG £ (@xKGx__) September 14, 2025
Stuttu síðar fékk ungverski bakvörðurinn Milos Kerkez að líta gula spjaldið fyrir dýfu í vítateig Burnley. Það var hárréttur dómur enda snertingin lítil sem engin.
Kerkez is booked for diving #BURLIVpic.twitter.com/EblNhG8ZLh
— Austine? ? (@Austinooffical) September 14, 2025
Athugasemdir