Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 13:31
Brynjar Ingi Erluson
Kerkez spjaldaður fyrir dýfu - Átti leikmaður Burnley að sjá rautt?
Kerkez fékk gult fyrir dýfu og Mac Allister varð fyrir harkalegri tæklingu
Kerkez fékk gult fyrir dýfu og Mac Allister varð fyrir harkalegri tæklingu
Mynd: EPA
Færin hafa ekki verið mörg í byrjun leiks Burnley og Liverpool, en þó er eitthvað um áhugaverð og umdeild atvik.

Franski miðjumaðurinn Lesley Ugochukwu var heppinn að fá aðeins gult spjald fyrir tæklingu á Alexis Mac Allister.

Við fyrstu sýn virkaði tæklingin ekkert sérstaklega hættuleg en þegar endursýning er skoðuð fylgir hann vel á eftir og fer með takkana í ökklann á Mac Allister.

VAR skoðaði atvikið og komst að þeirri niðurstöðu að gult spjald hafi verið sanngjarnt.



Stuttu síðar fékk ungverski bakvörðurinn Milos Kerkez að líta gula spjaldið fyrir dýfu í vítateig Burnley. Það var hárréttur dómur enda snertingin lítil sem engin.


Athugasemdir
banner
banner