Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 13:01
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fyrsta tap Roma kom á heimavelli
Giovanni Simeone fagnar sigurmarkinu
Giovanni Simeone fagnar sigurmarkinu
Mynd: EPA
Roma 0 - 1 Torino
0-1 Giovanni Simeone ('59 )

AS Roma tapaði fyrir Torino, 1-0, á heimavelli sínum í 3. umferð Seríu A á Ítalíu í dag.

Rómverjar höfðu unnið tvo baráttusigra í byrjun leiktíðar á meðan Torino hafði ekki skorað eitt einasta mark.

Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill. Mario Hermoso og Gianluca Mancini áttu tvö skallafæri sem Franco Israel, markvörður Torino, var ekki í miklum vandræðum með og þá átti Giovanni Simeone skot hinum megin á vellinum sem fór framhjá.

Simeone stillti miðið í síðari hálfleiknum. Hann skoraði sigurmarkið á 59. mínútu eftir samspil með Cyril Ngonge áður en hann skrúfaði boltanum í netið með skoti rétt fyrir utan teig.

Roma átti nokkur færi til að jafna metin. Matias Soule átti fínustu tilraun og þá varði Israel skalla frá miðjumanninum unga Nicolo Pisilli í uppbótartíma.

Lokatölur í Róm, 0-1, og fyrsta tap Rómverja staðreynd. Roma er í 4. sæti með 6 stig en Torino með 4 stig í 7. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
4 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
5 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
6 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
7 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
8 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
9 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
10 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
11 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
12 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
13 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
14 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
17 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner