Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 21:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: De Bruyne og Höjlund á skotskónum
Mynd: EPA
Fiorentina 1 - 3 Napoli
0-1 Kevin De Bruyne ('6 , víti)
0-2 Rasmus Hojlund ('14 )
0-3 Sam Beukema ('51 )
1-3 Luca Ranieri ('79 )

Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina þegar liðið tapaði gegn Napoli í kvöld.

Kevin de Bruyne kom Napoli yfir snemma leiks. Rasmus Höjlund opnaði markareikninginn sinn fyrir Napoli stuttu síðar þegar hann komst í gegn eftir sendingu frá Leonardo Spinazzola.

Sam Beukema innsiglaði sigurinn áður en Luca Ranieri klóraði í bakkann.

Napoli er á toppnum með níu stig eftir þrjár umferðir. Fiorentina er í 13. sæti með tvö stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
6 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
7 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
8 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
9 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
10 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
11 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
12 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
13 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
17 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner