Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 14. september 2025 19:11
Kári Snorrason
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tapaði 0-7 gegn Víkingi á Meistaravöllum fyrr í dag. Liðið hefur aldrei mátt þola jafn stórt tap á heimavelli í deildarkeppni. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, mætti í viðtal eftir leik.

„Það er vont að tapa 7-0, vont að tapa 7-0 á heimavelli, vont að tapa 7-0 sem þjálfari KR. Það er ekki hægt að fara í grafgötur með það að þetta er ömurleg tilfinning. Það sem stendur upp úr er að ég þurfi að skoða hvernig ég lagði upp þennan leik. Menn virtust, sérstaklega varnarlega, vera óöruggir.“

Ertu farinn að endurhugsa leikstíl liðsins?

„Ég er ekki farinn að endurhugsa leikstílinn eins og hann leggur sig. Auðvitað er það þannig að egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins. Ef það hentar liðinu betur að verjast öðruvísi. Við þurfum að skoða allt.“

Ertu orðinn áhyggjufullur fyrir að KR falli?

„Þær (áhyggjur) eru ekkert að aukast. Ég ætla ekki að hugsa um það. Ég er meðvitaður um stöðuna. Við erum í bullandi fallbaráttu og ég ber virðingu fyrir því. Það er ekki eins og ég ætli að stinga höfðinu ofan í sandinn og vona að fallbaráttan hverfi.“

„Ég held að það sé mikilvægt svo að þú getir verið trúr sjálfum þér og hugrakkur, að þú festist ekki of mikið í hugsuninni að þú sért í fallbaráttu.“


Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner