Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 14. september 2025 19:11
Kári Snorrason
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tapaði 0-7 gegn Víkingi á Meistaravöllum fyrr í dag. Liðið hefur aldrei mátt þola jafn stórt tap á heimavelli í deildarkeppni. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, mætti í viðtal eftir leik.

„Það er vont að tapa 7-0, vont að tapa 7-0 á heimavelli, vont að tapa 7-0 sem þjálfari KR. Það er ekki hægt að fara í grafgötur með það að þetta er ömurleg tilfinning. Það sem stendur upp úr er að ég þurfi að skoða hvernig ég lagði upp þennan leik. Menn virtust, sérstaklega varnarlega, vera óöruggir.“

Ertu farinn að endurhugsa leikstíl liðsins?

„Ég er ekki farinn að endurhugsa leikstílinn eins og hann leggur sig. Auðvitað er það þannig að egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins. Ef það hentar liðinu betur að verjast öðruvísi. Við þurfum að skoða allt.“

Ertu orðinn áhyggjufullur fyrir að KR falli?

„Þær (áhyggjur) eru ekkert að aukast. Ég ætla ekki að hugsa um það. Ég er meðvitaður um stöðuna. Við erum í bullandi fallbaráttu og ég ber virðingu fyrir því. Það er ekki eins og ég ætli að stinga höfðinu ofan í sandinn og vona að fallbaráttan hverfi.“

„Ég held að það sé mikilvægt svo að þú getir verið trúr sjálfum þér og hugrakkur, að þú festist ekki of mikið í hugsuninni að þú sért í fallbaráttu.“


Nánar er rætt við Óskar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner