Það er alltaf spennandi þegar Manchester liðin mætast en það er sérstaklega áhugaverð viðureign framundan í dag á Etihad.
Eftir nokkra yfirburði undanfarin ár hefur hallað undan fæti hjá Man City en liðið hefur aðeins safnað þremur stigum í fyrstu þremur leikjunum.
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, er undir mikilli pressu en liðinu gekk mjög illa á síðustu leiktíð og hefur náð í fjögur stig á þessu tímabili og verið ósannfærandi.
Eftir nokkra yfirburði undanfarin ár hefur hallað undan fæti hjá Man City en liðið hefur aðeins safnað þremur stigum í fyrstu þremur leikjunum.
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, er undir mikilli pressu en liðinu gekk mjög illa á síðustu leiktíð og hefur náð í fjögur stig á þessu tímabili og verið ósannfærandi.
Amorim segir að það sé grín að segja að Guardiola sé undir samskonar pressu og hann.
„Það er ekki hægt að bera þetta saman. Hann vinnur alltaf. Hann getur slakað á ef hann er ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn fyrir því. Mér líður vel með það og tel að ég þurfi að gera betur á hverjum degi," sagði Amorim.
„Að bera mig saman við stöðu Guardiola er bara grín. Við erum að kljást við stærri vandamál. Stundum erum við pirraðir og reiðir en við tökumst á við öll vandamál og erum að reyna að bæta okkur."
„Mér finnst liðið vera spila miklu betur núna. Við þurfum bara að vera betri fyrir framan markið og þá verður þetta auðveldara."
Athugasemdir