Sænski framherjinn Alexander Isak er ekki í leikmannahópnum hjá Liverpool sem heimsækir Burnley á Turf Moor í dag en Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur útskýrt ákvörðun sína.
Liverpool keypti Isak frá Newcastle fyrir metfé undir lok gluggans, eftir að hafa ekkert spilað í marga mánuði.
Hann lék tuttugu mínútur með sænska landsliðinu á dögunum og var búist við að hann myndi leika fyrstu mínútur sínar með Liverpool í dag.
Það kom því á óvart að nafns hans var hvergi að sjá þegar hópurinn var tilkynntur.
„Við tókum ákvörðun um að það væri best fyrir hann myndi æfa á fullu í viku í stað að láta hann spila alltaf í fimm eða tíu mínútur,“ sagði Slot.
Liverpool mætir Atlético Madríd í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag og segir Slot að þá muni Isak væntanlega þreyta frumraun sína.
„Ég get fullvissað stuðningsmenn um það að hann verði með á miðvikudag, en þessi leikur er aðeins of snemmt fyrir hann,“ sagði Slot.
Athugasemdir