Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
banner
   lau 13. september 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Lengjudeildin
Bjarki og Aðalsteinn
Bjarki og Aðalsteinn
Mynd: Græni Herinn/Facebook
Völsungur tapaði síðasta leiknum á tímabiliinu gegn HK á Húsavík í dag. Liðið var nýliði í Lengjudeildinni og hafnaði í 7. sæti. Tíu uppaldir Húsvíkingar voru í byrjunarliðinu í dag.

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari liðsins, benti á að 6-8 Húsvíkingar hafi byrjað leikina á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Völsungur 0 -  4 HK

„Ég er ekkert viss um að mörg lið geti þetta, við ákváðum að fara þessa leið í lokaleiknum. Það er ekkert mál fyrir öll lið að gera þetta en ég er ekki viss um að öll lið geti mætt og keppt. Eins og fyrri hálfleikur var að spilast vorum við ekki bara inn í leiknum, við áttum að vera búnir að skora, við vorum bara tveimur neglum fyrir utan teig frá því að vera í jöfnum leik," sagði Alli Jói.

Bjarki Baldvinsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Völsung í dag. Hann spilaði 345 leiki fyrir liðið og skoraði 32 mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2006.

„Góður vinur, ég byrja þar. Mig langar að taka þetta til baka og svara þessu í löngu máli. Mig langar að byrja að ræða það að fyrir tíimabil vorum við aðeins gagnrýndir fyrir að styrkja okkur ekki meira. Elvar Árni kemur inn fyrir jakob Gunnar sem skoraði 25 mörk. Elvar Árni fær ekki nægt kredit fyrir það hvernig hann spilar í sumar. Hann tekur ekkert eðlilega mikið til sín í okkar leik. Elvar Baldvins er tekinn fyrir Juan Guardia sem fer í Þór, örvfættur hafsent sem breytir því aðeins hvernig við spilum. Ívar kemur inn fyrir Óla, mjög gaman að sjá Óla spila sem aðalmarkvörð hjá HK eftir að hafa verið hjá okkur í fyrra. Ívar tekur góðan skóla hér," sagði Alli Jói.

„Menn spá ekki að stóra styrkingin hjá okkur er Bjarki Baldvinsson sem fer úr því að vera í hlutverki hjá okkur í fyrra í að vera einn af algjörum aðalmönnum og það styrkti liðið mikið. Ég skal rífast við alla sem ætla að challenga mig í því en hann er ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs. Mér þykir hrikalega vænt um Bjarka og ég á eftir að sakna hans. Partur af því að maður hafi verið hálfklökkur eftir leik hafi verið út af því að hann var að spila sinn síðasta leik fyrir félagið."

Völsungi var spáð falli af langflestum, ef ekki öllum, fyrir tímabilið.

„Ég er ekki það hrokafullur að segja það að enda með Völsung í 7. sæti sé ekki nógu gott. Umræðan var eins og hún var fyrir tímabilið, það litla sem ég hef heyrt núna þá hef ég fengið mikið lof fyrir mín störf. Ég ætla að nota þennan vettvang til að hrósa strákunum, þeir eiga svo sannarlega skilið að halda ekki bara sæti sínu í deildinni heldur klára það sem við kláruðum," sagði Alli Jói að lokum.
Athugasemdir
banner
banner