Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   lau 13. september 2025 19:10
Gunnar Bjartur Huginsson
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var laufléttur eftir leik.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var laufléttur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór tryggði sér sæti í Bestu deild karla í dag eftir hreinan úrslitaleik gegn Þrótti í Laugardalnum. Þór hefur ekki leikið í deildinni síðan 2014 og var því mikill léttir fyrir þjálfarann að tryggja liðið í deild þeirra bestu á ný.

Þetta er bara stórkostleg tilfinning og á endanum fannst mér við eiga skilið að vinna þessa deild. Í dag þurftum við að vera mjög taktískir og sterkir varnarlega. Þróttarar eru með stórskemmtilegt lið og gott lið en við ætluðum kannski ekki að hafa þetta nákvæmlega eins og þetta spilaðist. En svo bara þróaðist leikurinn," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Þór

Þór lenti í 10. sæti á seinasta tímabili í Lengjudeild karla og var það vonbrigði en þeir ætluðu sér stærri hluti. Því er óhætt að segja að liðið hafi alveg snúið við blaðinu og bætingin milli ára hreint ótrúleg. 

Menn fóru að gera enn meira auka og leggja meira á sig. Þetta tekur tíma og mér fannst liðið verða meira lið, meiri samheldni. Mér fannst þetta meira einhvern veginn liðið mitt í fyrra en nú var þetta liðið þeirra. Ég setti meiri fókus í það að þeir yrðu sjálfstæðari bæði inni á vellinum og sem fótboltamenn."

Eins og fyrr segir, hefur Þór ekki verið í efstu deild í rúman áratug en nú var lagt allt í sölurnar og uppskeran eftir því. Það lá augum uppi hvað þetta skipti fólk miklu máli.

Þetta er bara með ólíkindum. Þetta er allt öðruvísi dæmi þarna fyrir norðan hjá Þór heldur en hjá öllum öðrum liðum. Það er bara þannig.

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner