Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Cecilía hvíld í óvæntu tapi - Íris opnaði markareikninginn með Fiorentina
Kvenaboltinn
Cecilía var á bekknum í óvæntu tapi
Cecilía var á bekknum í óvæntu tapi
Mynd: EPA
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjuðu báðar á bekknum hjá Inter sem tapaði óvænt fyrir Como, 1-0, í deildabikarnum á Ítalíu í dag.

Cecilía var í aðalhlutverki hjá Inter á síðasta ári og langbesti markvörður deildarinnar, en hún var hvíld í þessum leik í bikarnum.

Karólína Lea kom á meðan inn af bekknum í síðari hálfleik, en úrslitin skiptu þó ekki neinu gríðarlegu máli.

Inter var þegar búið að vinna riðilinn og komið í undanúrslit, því gat þjálfarinn leyft sér að hvíla leikmenn.

Fiorentina, með Írisi Ómarsdóttur og Kötlu Tryggvadóttur innanborðs, vann 2-1 sigur á Genoa. Íris skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fiorentina, en Katla var ónotaður varamaður.

Flórensarliðið hafnaði í öðru sæti riðilsins með 6 stig og átti því tæknilega séð möguleika á að komast í undanúrslitin þar sem eitt aukasætið er gefið liðinu með besta árangurinn í öðru sæti, en Juventus hefur þar betur og er von Fiorentina því úti.

Hlín Eiríksdóttir kom inn af bekknum hjá Leicester sem vann Liverpool, 1-0, þrátt fyrir að spila manni færri stærstan hluta síðari hálfleiks.

Þetta var fyrsti sigur Leicester í WSL-deildinni á þessari leiktíð.

Ísabella Sara Tryggvadóttir byrjaði hjá Rosengård sem tapaði fyrir AIK, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Rosengård er í 11. sæti með 18 stig.
Athugasemdir
banner