Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian lagði upp í svekkjandi jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum þegar hann skoraði í 5-0 sigri gegn Aserbaísjan.

Hann var í byrjunarliði Twente í kvöld gegn NAC Breda. Breda náði forystunni snemma leiks. Marko Pjaca kom inn á eftir klukkutíma í sínum fyrsta leik fyrir Twente.

Hann skoraði fimm mínútum síðar eftir sendingu frá Kristian. Kristian var tekinn af velli á 75. mínútu.

Ricky van Wolfswinkel kom Twente yfir með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í uppbótatíma náði NAC Breda að jafna og þar við sat. Twente er í 14. sæti með 4 stig eftir fimm umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson var ónotaður varamaður í 3-0 sigri Hertha Berlin gegn Hannover í næst efstu deild í Þýskalandi. Hertha er með fimm stig eftir fimm umferðir í 13. sæti. Hannover var með fullt hús stiga fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner