Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Þægilegt fyrir City gegn United
Mynd: Manchester City
Man City 3 - 0 Man Utd
1-0 Phil Foden ('18)
2-0 Erling Haaland ('53)
3-0 Erling Haaland ('68)

Manchester City tók á móti Manchester United í Manchester-slag ensku úrvalsdeildarinnar í dag og voru heimamenn sterkari aðilinn.

Phil Foden skoraði eina markið í nokkuð tíðindalitlum fyrri hálfleik þar sem Man City var þó betra liðið.

Í síðari hálfleik skoraði Erling Haaland tvö mörk eftir að hafa sloppið innfyrir vörn Rauðu djöflanna. Í fyrra skiptið átti Jeremy Doku sendinguna og í seinna skiptið var það Bernardo Silva.

Casemiro fékk besta færi United í leiknum þegar hann stýrði boltanum framhjá af afar stuttu færi, en lokatölur urðu 3-0. Þægilegur sigur fyrir Man City.

Man City er með 6 stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar á nýju úrvalsdeildartímabili. Man Utd er með 4 stig.
Athugasemdir
banner