Sævar Atli Magnússon var hetja Brann í endurkomusigri gegn Valerenga í norsku deildinni í dag.
Valerenga komst í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks. Brann jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik og Sævar tryggði liðinu sigurinn með marki stuttu síðar.
Valerenga komst í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks. Brann jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik og Sævar tryggði liðinu sigurinn með marki stuttu síðar.
Eggert Aron Guðmundsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og Sævar Atli var tekinn af velli í uppbótatíma. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins. Brann er í 3. sæti með 40 stig eftir 20 umferðir.
Arnór Ingvi Traustason tryggði Norrköpinig stig gegn Halmstad þegar hann skoraði af harðfylgi snemma í seinni hálfleik. Hann spilaði allan leikinn ásamt Ísak Andra Sigurgeirssyni. Jónatan Guðni Arnarsson kom inn á undir lokin.
Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn hjá Halmstad. Norrköping er í 11. sæti með 26 stig eftir 23 umferðir í sænsku deildinni. Halmstad er í 13. sæti með 22 stig.
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos í 2-1 sigri gegn Panetolikos í grísku deildinni. Volos er með þrjú stig eftir þrjár umferðir.
Helgi Fróði Ingason var ónotaður varamaður í 2-1 tapi Helmond gegn Venlo í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 16. sæti með fjögur stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir