Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 18:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Brentford og Chelsea: Palmer og Garnacho á bekknum
Mynd: Chelsea
Brentford fær Chelsea í heimsókn í síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni.

Mikkel Damsgaard er ekki í hópnum hjá Brentford. Mathias Jensen kemur inn fyriri hann. Ethan Pinnock byrjar á kostnað Dango Ouattara. Hákon Rafn Valdimarsson er á bekknum ásamt Reiss Nelson sem er á láni frá Arsenal.

Enzo Maresca gerir fjórar breytingar á liði Chelsea sem vann Fulham 2-0 í síðustu umferð. Wesley Fofana byrjar sinn fyrsta leik síðan í mars. Jorrel Hato, Facundo Buonanotte og Jamie Gittens koma inn.

Marc Cucurella og Malo Gusto setjast á bekkinn. Liam Delap er meiddur og Estevao er ekki í hópnum. Cole Palmer er að snúa til baka eftir meiðsli og er á bekknum og þá er Alejandro Garnacho, sem gekk til liðs við Chelsea frá Man Utd, á bekknum.

Brentford Kelleher, Kayode, Van den Berg, Collins, Pinnock, Lewis-Potter, Henderson, Yamoliuk, Jensen, Schade, Thiago.
Varamenn: Valdimarsson, Hickey, Henry, Nelson, Carvalho, Onyeka, Ouattara, Ajer, Janelt.

Chelsea: Sanchez, Fofana, Chalobah, Tosin, Hato, Caicedo, Fernandez, Neto, Buonanotte, Gittens, Joao Pedro.
Varamenn: Jorgensen, Acheampong, James, Gusto, Cucurella, Santos, Palmer, Garnacho, George.
Athugasemdir