
Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Madrid CFF sem heimsótti Real Madrid í nágrannaslag í efstu deild spænska boltans í dag.
Alba Redondo tók forystuna fyrir heimakonur en Hildur lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Madrid CFF á 21. mínútu.
Caroline Weir, fyrrum leikmaður Manchester City, tók forystuna fyrir Real Madrid á ný og var staðan 2-1 í hálfleik.
Hildur spilaði fyrstu 87. mínútur leiksins en tókst ekki að koma í veg fyrir tap. Lokatölur urðu 2-1. Bæði lið eiga 4 stig eftir 3 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.
Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir voru þá í byrjunarliði Braga sem tapaði á heimavelli gegn Damaiense í efstu deild í Portúgal.
Lidiane skoraði bæði mörk Damaiense úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, lokatölur 1-2 fyrir gestina. Liðin mættust í fyrstu umferð á nýju tímabili.
Telma Ívarsdóttir er varamarkvörður hjá Rangers og sat á bekknum í frábærum endurkomusigri á útivelli gegn Partick Thistle. Rangers var 1-0 undir í leikhlé en skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik til að snúa stöðunni við.
Daníela Dögg Guðnadóttir sat einnig á bekknum og horfði á stöllur sínar sigra þægilega þegar Aalesund lagði HamKam að velli í norska boltanum.
Real Madrid 2 - 1 Madrid CFF
Braga 1 - 2 Damaiense
Partick Thistle 1 - 4 Rangers
Aalesund 4 - 0 HamKam
Athugasemdir