
Það fóru fimm leikir fram í efstu deild enska kvennaboltans í dag, þar sem Hlín Eiríksdóttir kom við sögu þegar Leicester City lagði Liverpool að velli 1-0.
Það var ýmislegt merkilegt sem átti sér stað í enska boltanum í dag, þar sem Everton tapaði til að mynda gegn sterku liði Tottenham á nýja heimavelli sínum Goodison Park.
Sam Kerr snéri þá aftur á fótboltavöllinn eftir tæpa tveggja ára fjarveru. Hún kom inn af bekknum hjá Chelsea á 75. mínútu og innsiglaði sigur stórveldisins í uppbótartíma.
Chelsea og Tottenham eru með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Alveg eins og Manchester United sem rúllaði yfir London City Lionesses.
Manchester United rúllaði þá yfir London City Lionesses. Melvine Malard skoraði tvennu á meðan Maya Le Tissier skoraði og lagði upp í stórsigrinum.
Aston Villa 1 - 3 Chelsea
0-1 A. Beever-Jones ('22)
1-1 E. Salmon ('34)
1-2 M. Kearns ('55, sjálfsmark)
1-3 Sam Kerr ('93)
London City 1 - 5 Man Utd
0-1 Maya Le Tissier ('3, víti)
0-2 J. Riviere ('33)
0-3 Melvine Malard ('47)
0-4 Melvine Malard ('50)
1-4 Nikita Parris ('76)
1-5 J. Park ('87)
Leicester City 1 - 0 Liverpool
1-0 E. Van Egmond ('59)
Rautt spjald: S. O'Brien, Leicester ('59)
Everton 0 - 2 Tottenham
0-1 O. Ahtinen ('27)
0-2 C. Tandberg ('49)
Athugasemdir