Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 16:34
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Ísak opnaði markareikninginn í svakalegum leik - Cole kom við sögu hjá Dortmund
Ísak Bergmann valdi rétta tímann fyrir fyrsta deildarmarkið
Ísak Bergmann valdi rétta tímann fyrir fyrsta deildarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Cole Campbell kom inn á í sigri Dortmund
Cole Campbell kom inn á í sigri Dortmund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er heldur betur að eiga góða viku í boltanum honum tókst að fylgja á eftir glæsilegri frammistöðu með íslenska landsliðinu og skora sitt fyrsta mark með Köln í þýsku deildinni.

Ísak skoraði tvö mörk í 5-0 stórsigri Íslands á Aserbaídsjan í undankeppni HM á dögunum og var þá í liðinu í naumu tapi gegn Frökkum á Parc des Princes.

Hann byrjaði á bekknum hjá Köln í dag en kom inn í hálfleik og þakkaði traustið.

Staðan var 2-1 fyrir Wolfsburg þegar uppbótartíminn hófst, en þá tókst Ísaki að jafna metin með laglegri afgreiðslu úr teignum eftir frábæran undirbúning Said El Mala.

Fyrsta mark Ísaks fyrir Köln í deildinni en dramatíkinni var ekki lokið. Max Arnold kom Wolfsburg aftur yfir á níundu mínútu í uppbótartíma áður en Jakub Kaminski bjargaði stigi fyrir Köln með marki fimm mínútum síðar!

Köln er í 2. sæti með 7 stig eftir þrjá leiki.

Cole Campbell kom inn af bekknum hjá Borussia Dortmund sem skaut sér á toppinn með 2-0 sigri á Heidenheim. Serhou Guirassy og Max Beier skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

Dortmund er á toppnum með 7 stig.

Leipzig vann Mainz, 1-0, og þá tapaði Union Berlín fyrir Hoffenheim, 4-2, í markaleik. Freiburg vann Stuttgart, 3-1, þar sem króatíski framherjinn Igor Matanovic skoraði tvö.

Freiburg 3 - 1 Stuttgart
0-1 Ermedin Demirovic ('20 )
1-1 Igor Matanovic ('81 )
2-1 Derry Scherhant ('86 )
3-1 Igor Matanovic ('90 , víti)
Rautt spjald: Johan Manzambi, Freiburg ('90)

Union Berlin 2 - 4 Hoffenheim
0-1 Fisnik Asllani ('45 )
0-2 Andrej Kramaric ('45 , víti)
1-2 Ilyas Ansah ('49 )
1-3 Fisnik Asllani ('52 )
2-3 Tom Rothe ('71 )
2-4 Tim Lemperle ('82 , víti)
Rautt spjald: Tom Rothe, Union Berlin ('82)

Mainz 0 - 1 RB Leipzig
0-1 Johan Bakayoko ('40 )

Wolfsburg 3 - 3 Koln
0-1 Gian-Luca Waldschmidt ('5 )
1-1 Mohamed Amoura ('42 )
2-1 Lovro Majer ('65 )
3-1 Maximilian Arnold ('90 )
3-2 Isak Johannesson ('90 )
3-3 Jakub Kaminski ('90 )

Heidenheim 0 - 2 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('33 )
0-2 Maximilian Beier ('45 )
Rautt spjald: Budu Zivzivadze, Heidenheim ('21)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 13 2 +11 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 6 -6 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner