Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 18:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maddison: Dómararnir og VAR byrja tímabilið hræðilega
Mynd: EPA
James Maddison, leikmaður Tottenham, er á meiðslalistanum en hann fylgdist með sínum mönnum vinna West Ham örugglega í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik og Maddison var ekki sáttur. Eftir tuttugu mínútna leik skoraði Cristian Romero með skalla eftir hornspyrnu en markið var dæmt af.

Micky van de Ven var dæmdur brotlegur fyrir að hrinda Kyle Walker-Peters inn á teignum.

Maddison var ekki sáttur en hann tjáði sig um atvikið á X.

„Dómararnir og VAR hafa byrjað tímabilið hræðilega. Ef þetta mark er dæmt ógilt vegna brots muntu aldrei sjá hornspyrnu án þess að dómarinn flauti á eitthvað framar," skrifaði Maddison.


Athugasemdir