Mohamed Salah er nú fjórði markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað sigurmark Liverpool gegn Burnley á Turf Moor.
Salah skoraði 188. deildarmark sitt með því að skora úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma.
Hann og Andy Cole voru jafnir með 187 mörk fyrir þennan leik en Salah hefur nú tekið fram úr honum.
Næsta markmið Egyptans er að ná Wayne Rooney, fyrrum leikmanni Everton og Manchester United, en hann er með 208 mörk. Ágætis líkur eru á því að Salah takist það á þessari leiktíð, en hann er með tvö mörk í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar.
Mo Salah's 95th-minute winner against Burnley makes him the Premier League's fourth-highest scorer! ?? pic.twitter.com/H9aJMbU278
— Premier League (@premierleague) September 14, 2025
Athugasemdir