Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Seldum leikmenn sem við vildum ekki selja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eddie Howe svaraði spurningum á fréttamannafundi eftir sigur Newcastle United gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hann ræddi meðal annars félagaskiptaglugga sumarsins þar sem Newcastle neyddist til að selja nokkra leikmenn til að standast fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar. Þ

Newcastle seldi meðal annars Lloyd Kelly til Juventus eftir að hann gerði flotta hluti á láni hjá ítalska stórveldinu og seldi einnig Alexander Isak til Liverpool fyrir metfé og Sean Longstaff fór til Leeds United fyrir 12 milljónir. Callum Wilson og Jamal Lewis eru þá meðal leikmanna sem yfirgáfu félagið frítt í sumar.

Þetta er í takt við síðustu félagaskiptaglugga, þar sem Newcastle hefur meðal annars selt Elliot Anderson, Yankuba Minteh, Allan Saint-Maximin og Chris Wood burt frá félaginu.

„Það gerðist margt í sumarglugganum og ég er mjög spenntur fyrir möguleikunum sem þessi leikmannahópur hefur á tímabilinu. Öll félög þurfa að selja leikmenn til að standast þessar fjármálareglur," sagði Howe.

„Við höfum selt nokkra leikmenn í gegnum tíðina sem við vildum ekki selja. Vonandi verðum við í nægilega góðri stöðu í framtíðinni til að þurfa ekki að gera það aftur.

„Við viljum taka ákvarðanir sem snúast um fótbolta, ekki ákvarðanir sem snúast um fjármál. Það er lykilatriði fyrir velgengni fótboltafélags.

„Þetta var erfiður sumargluggi en ég held að hann hafi verið jákvæður. Tíminn mun leiða það betur í ljós."


   12.09.2025 11:00
Howe: Það var vendipunkturinn í okkar sambandi

Athugasemdir
banner