Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Tíu leikmenn Real Madrid unnu Sociedad - Orri ekki með
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson var ekki með Real Sociedad í dag vegna meiðsla þegar liðið fékk Real Madrid í heimsókn.

Kylian Mbappe kom Real Madrid yfir. Real Madrid var manni færri eftir hálftíma leik þegar Dean Huijsen var rekinn af velli.

Þrátt fyrir það náði Arda Guler að tvöfalda forystuna fyrir Real Madrid eftir frábæran undirbúning Mbappe undir lok fyrri hálfleiks. Mikel Oyarzabal náði að minnka muninn fyrir Sociedad með marki úr vítaspyrnu en nær komust þeir ekki.

Real Madrid er með fullt hús stiga eða 12 stiig eftir fjórar umferðir en Sociedad er aðeins með tvö stig. Athletic Bilbao var með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en liðið tapaði gegn Alaves sem er komið með sjö stig.

Nýliðar Real Oviedo unnu Sociedad í síðustu umferð en liðið tapaði gegn Getafe í dag. Getafe er með níu stig en Oviedo með þrjú.

Athletic 0 - 1 Alaves
0-1 Alejandro Berenguer ('57 , sjálfsmark)

Getafe 2 - 0 Oviedo
1-0 Borja Mayoral ('45 )
2-0 Mario Martin ('45 )
Rautt spjald: Federico Vinas, Oviedo ('80)

Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('12 )
0-2 Arda Guler ('44 )
1-2 Mikel Oyarzabal ('56 , víti)
Rautt spjald: Dean Huijsen, Real Madrid ('32)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
3 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
5 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
10 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
11 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
12 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
15 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir