
„Þetta var skemmtilegt, frábærar aðstæður fyrir fótbolta, alvöru tempó í leiknum og frábær mörk," sagði Hermann Hreiiðarsson, þjálfari HK, eftir sigur á Völsungi í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag.
HK var með 2-0 forystu í hálfleik en bæði mörkin komu eftir skot fyrir utan teig.
„Þessi mörk voru af dýrari gerðinni, ótrúlega sætt að sjá þessa bolta inni. Við vorum aðeins búnir að hóta þessu með fleiri skotum. Þetta setti stimpil á leikinn," sagði Hemmi.
HK var með 2-0 forystu í hálfleik en bæði mörkin komu eftir skot fyrir utan teig.
„Þessi mörk voru af dýrari gerðinni, ótrúlega sætt að sjá þessa bolta inni. Við vorum aðeins búnir að hóta þessu með fleiri skotum. Þetta setti stimpil á leikinn," sagði Hemmi.
Lestu um leikinn: Völsungur 0 - 4 HK
HK vann síðustu tvo leikina sína og tryggði sér 4. sætið í deildinni. Liðið mætir Þrótti í umspilinu.
„Þetta er búið að vera markmiðið í sumar allavega að landa sæti í þessu. Við vissum fyrir tveimur umferðum að við værum ekki að fara vinna deildina, það var alltaf markmiðið að komast í næsta skref og við erum komnir þangað," sagði Hemmi.
„Ég vil fyrst og fremst hrósa liðinu. Þeir voru ótrúlega sterkir í hausnum í þessum tveimur leikjum. Það var pressa á liðinu að komast alla leið. Maður verður að gefa þeim þvílíikt kredit fyrir frábæra leiki og viljann til að komast alla leið."
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |
Athugasemdir