Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
   lau 13. september 2025 17:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Lengjudeildin
Anton Ingi Rúnarsson annar af þjálfurum Grindavíkur
Anton Ingi Rúnarsson annar af þjálfurum Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Grindavík hélt sér uppi í Lengjudeildinni í dag þrátt fyrir að hafa tapað sannfærandi gegn Njarðvíkingum á JBÓ vellinum í dag. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 Grindavík

„Það er smá skrítin tilfinning að tapa 3-0 en samt vera glaður á sama mómentinu" sagði Anton Ingi Rúnarsson annar af þjálfurum Grindavíkur eftir tapið í dag.

„Markmiðið var nátturlega bara að halda sér uppi í þessum síðustu tveim leikjum og það tókst. Það er ánægjuefni og það verður stemning í kvöld" 

Grindavík fór á einum tímapunkti í dag niður í fallsæti en voru leikmenn og aðrir á vellinum einhvertíman meðvitaðir um það?

„Við vorum meðvitaðir um stöðuna í hálfleik en þá var hún breytt aðeins. Þá var þetta svolítið stál í stál. Við vorum meðvitaðir um það að við þyrftum svolítið að treysta á Keflvíkingana því þetta væri svolítil brekka en við ætluðum að reyna að spíta í lófana og ná inn marki snemma sem reyndar tókst ekki" 

Anton Ingi Rúnarsson og Marko Valdimar Stefánsson tóku við liðinu þegar tveir leikir voru eftir og náðu að stýra liðinu frá falli. Þeir hafa áhuga á að vera áfram. 

„Það er ekki búið að ræða það. Við töluðum bara um að klára síðustu tvo leikina og reyna að halda liðinu uppi og það tókst.  Menn eiga svo eftir að setjast bara niður og fara yfir hvernig þeir sjá fyrir næsta tímabil" 

„Þetta er spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman. Það gekk vel burt séð frá þessu 3-0 tapi, þá gekk frábærlega á móti ÍR-ingunum og við myndum alveg vilja byggja ofan á það. Við erum báðir Grindvíkingar og viljum koma liðinu af stað og hækka levelið" 

Nánar er rætt við Anton Inga Rúnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner