
„Svekkelsi algjörlega, alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, tala ekki um þegar það er svona mikið undir, bara leiðinlegt" sagði Jóhann Birnir eftir tap á heimavelli gegn Fylki.
Jóhann fannst liðið sitt vera „Ball Watching" í mörkum Fylkis í dag.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 2 Fylkir
„Fyrstu tuttugu mínúturnar bæði lið vera mjög stressuð og lítið að gerast, svo í rauninni skora þeir tvö mörk þar sem algjört einbeitingarleysi hjá okkur varnarlega, boltinn kemur inn í box bæði eftir fyrirgjöf og eftir horn þar sem við erum bara ball watching við erum ekki að taka mennina, leikir ráðast oft á því. Svo fáum við eitt svoleiðis svipað mark kannski hinum megin".
Jóhann vissi að leikurinn myndi vera erfiður.
„Ég meina við herjum á þá og reynum að ná jöfnunarmarkinu og þeir náttúrulega líka kominn í þennan leik að berjast fyrir sæti sínu og bara öflugt lið, lið sem er vel mannað, við vissum að klárlega þetta yrði erfiður leikur og allt það, en þetta hafðist ekki í dag".
Spurt var um hvað er það sem vantaði í dag.
„Við töpuðum leiknum, þá er eitthvað sem vantaði. Það var kannski hugsanlega síðasta sendingin, smá bitnar í að koma okkur í aðeins betri færi, mér fannst við samt reyna allan tímann, bara hafðist ekki".
Spurt var um hvort að það var óheppni að hafa skorað ekki meira.
„Ég veit ekki um óheppni, við vorum að mæta hörku liði og við náðum ekki að koma boltanum inn fyrir línuna, einu sinni í viðbót þegar við þurftum".
Spurt var um dómarann.
„Mér fannst það ekki, mér fannst ekki vera neitt svakalegur þannig séð hiti, bara eðlilegt menn að takast á, hann dæmdi leikinn bara vel, ekkert út á það að setjast".
Jóhann um hvað er hægt að læra frá þessu tímabili og taka úr.
„Heilt yfir er þetta búið að vera frábært tímabil hjá okkur ef við tökum alveg heilt yfir, við erum með fleiri stig en heldur í fyrra sem var geggjað tímabil hjá okkur, fórum í úrslitakeppni og við náttúrulega rosalega mikið af hlutum sem fara í reynslubankann í sumar hjá okkur, bæði það að vera efstir í langan tíma og síðan það að lenda í svona mótbyr og til dæmis þessi leikur núna, þetta er bara eitthvað sem fer í reynslubankann hjá okkur, eina sem við getum er að reyna að nýta okkur það í framhaldinu það er eina í stöðunni hjá okkur núna".