
Hinn 14 ára gamli Magnús Daði Ottesen braut blað í sögu Fylkis í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri liðsins gegn ÍR sem gulltryggði liðinu áframhaldandi verru í Lengjudeildinni.
Magnús Daði er aðeins 14 ára og 288 daga gamall en hann er yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Fylki. Hann bætti met Kolbeins Finnssonar, núverandi leikmanns Utrecht. Magnús er sonur Sölva Geirs Ottesen, þjálfara Víkings.
Magnús Daði er aðeins 14 ára og 288 daga gamall en hann er yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Fylki. Hann bætti met Kolbeins Finnssonar, núverandi leikmanns Utrecht. Magnús er sonur Sölva Geirs Ottesen, þjálfara Víkings.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 2 Fylkir
Ungir og efnilegir leikmenn hafa fengið tækifærið á Íslandi undanfarin ár en Alexander Rafn Pálmason er yngsti leikmaðurinn til að byrja leik í efstu deild en hann kom inn á í 4-2 sigri KR gegn ÍA síðasta sumar þá 14 ára og 147 daga gamall.
Magnús er sóknarmaður. Hann hefur spilað 17 leiki með 3. flokki Fylkis í sumar og skorað 21 mark. Þá hefur hann spilað níu leiki fyrir 2. flokk og skorað eitt mark.
Athugasemdir