Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fyndist ekki rétt hjá Loga að gefast upp á þessu strax"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
U21 árs landsliðsmaðurinn Logi Hrafn Róbertsson gekk síðasta vetur í raðir króatíska félagsins Istra frá uppeldisfélaginu FH. Hann byrjaði tvo leiki og kom inn á í fjórum seinni hluta síðasta tímabils og hefur komið inn á í þremur af sex leikjum liðsins í króatísku deildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net ræddi á dögunum við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, og var hann spurður út í Loga. Var einhver umræða um að fá hann til baka í glugganum?

„Ég ræddi alveg við Loga í sumar, hann kom hérna og æfði með okkur. En hafandi spilað erlendis sjálfur og ekki alltaf verið nógu þolinmóður á mínum ferli þá er ég meðvitaður um að þetta getur verið erfitt og krefjandi og þú getur þurft að bíða eftir tækifærinu þínu. Það er bara ein þjálfarabreyting sem getur t.d. breytt öllu á góðan eða slæman hátt. Það voru mín ráð til hans, og eru enn í dag, að bíða bara rólegur og leggja hart að sér. Góðir hlutir gerast stundum hægt."

„Það að fara gefast upp á þessu strax fyndist mér ekki vera rétt hjá honum. Hann fékk allavega einhverjar mínútur í leikjunum fyrir landsleikina eftir að hafa spilað mjög lítið þar á undan. Ég hef trú á því að með tíð og tíma að hann vinni sig inn í þetta og verði byrjunarliðsmaður. Ég vona það, ég vil frekar fá hann heim þegar hann er kominn hinu megin við þrítugt,"
segir Davíð.

Logi var svo ónotaður varamaður á föstudaginn í tapi gegn Slaven Belupo.

Davíð lék sjálfur erlendis hjá Lilleström, Lokeren, Vejle og Öster.
Athugasemdir
banner
banner