Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   þri 15. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellamy skrifar söguna í nýju starfi
Icelandair
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales.
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Craig Bellamy hefur farið býsna vel af stað sem landsliðsþjálfari Wales.

Fyrrum sóknarmaðurinn hefur núna stýrt Wales í fjórum leikjum eftir 1-0 sigur gegn Svartfjallalandi í gærkvöldi.

Bellamy er fyrsti þjálfari í sögu karlalandsliðs Wales sem fer í gegnum fyrstu fjóra leikina við stjórnvölinn án þess að tapa leik.

Hann var ekki langt frá því að tapa á Laugardalsvelli síðasta föstudagskvöld en sá leikur endaði með 2-2 jafntefli.

Það er mikil stemning í kringum landslið Wales þessa stundina en stuðningsmenn liðsins eru farnir að gera sér vonir um HM 2026.

Í næsta mánuði mætast Ísland og Wales aftur í Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner