Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 15. desember 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Promes sleppt úr varðhaldi - Enn grunaður eftir stunguárás
Promes hefur skorað 7 mörk í 47 A-landsleikjum.
Promes hefur skorað 7 mörk í 47 A-landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Quincy Promes, lykilmaður í liði Hollandsmeistara Ajax, er laus úr varðhaldi eftir að hafa verið handtekinn af lögreglu. Promes er grunaður um stunguárás þar sem hann er sakaður um að hafa ráðist að ættingja sínu í fjölskylduboði í sumar.

Promes er 28 ára gamall framherji og liggur undir sterkum grun en saksóknari sér enga ástæðu til þess að halda honum áfram í fangaklefa eftir um tveggja sólarhringa dvöl. Fari málið fyrir dómstóla gæti Promes verið dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsisdvöl.

Promes hélt veislu í vöruhúsi fyrirtæki síns í lok júlí og endaði frændi hans með stungusár og aðra áverka. Promes er grunaður um að hafa valdið áverkunum en lögfræðingur hans segir það vera rangt mál.

Lögfræðingurinn segir að Promes hafi ekki verið á svæðinu þegar stunguárásin átti sér stað og að knattspyrnumaðurinn sé að gera allt í sínu valdi til að aðstoða við rannsókn lögreglu.

Sjá einnig:
Quincy Promes handtekinn - Grunaður um stunguárás
Athugasemdir
banner
banner