Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Maupay, Bowen og Pereira bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni og hefur Sky Sports gefið leikmönnum einkunnir.

Neal Maupay gerði eina mark leiksins er Brighton hafði betur gegn Leeds United. Maupay fær 8 í einkunn og er enginn sem fær sömu einkunn og hann.

Luke Ayling, varnarmaður Leeds, var versti maður vallarins með 5 í einkunn.

Leeds: Casilla (6), Dallas (6), Ayling (5), Cooper (7), Alioski (7), Struijk (6), Raphinha (7), Rodrigo (7), Klich (6), Harrison (7), Bamford (6).
Varamenn: Roberts (7), Hernandez (6), Poveda (6).

Brighton: Sanchez (6), Webster (7), Dunk (7), Burn (7), Veltman (6), White (7), Gross (6), Mac Allister (6), March (6), Trossard (7), Maupay (8).
Varamenn: Bissouma (6), Tau (6), Propper (6).



Jarrod Bowen var þá bestur er West Ham lagði Burnley að velli með einu marki gegn engu. Bowen er sá eini sem fékk 8 í einkunn fyrir sinn þátt en sóknarmenn Burnley voru verstu menn vallarins með 5.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrri hálfleikinn og fær 6 í einkunn frá Sky.

West Ham: Fabianski (7), Coufal (7), Dawson (7), Ogbonna (7), Creswell (7), Rice (7), Benrahma (6), Bowen (8), Soucek (6), Fornals (7), Antonio (7)
Varamenn: Lanzini (7), Yarmolenko (6)

Burnley: Pope (6), Lowton (6), Tarkowski (6), Mee (6), Pieters (6), Brady (6), Westwood (7), Guðmundsson (6), Brownhill (7), Barnes (5), Wood (5)
Varamenn: Vdrya (6), Rodriguez (6)



Fyrsti leikur dagsins var áhugaverður þar sem Wolves tapaði óvænt heimaleik gegn West Brom.

Þar var Matheus Pereira bestur en hann skoraði tvö af þremur mörkum West Brom í leiknum, bæði af vítapunktinum.

Pereira fékk 8 fyrir sinn þátt, eins og samherjar sínir Callum Robinson, Semi Ajayi og Kyle Bartley.

Miðvörðurinn Conor Coady var verstur og fékk 5 í einkunn.

Wolves: Patricio (6), Semedo (7), Coady (5), Boly (6), Saiss (6), Traore (7), Dendoncker (7), Moutinho (6), Neves (6), Neto (7), Silva (7).
Varamenn: Gibbs-White (6), Ait-Nouri (6)

West Brom: Button (7), O’Shea (7), Ajayi (8), Bartley (8), Gibbs (6), Livermore (6), Sawyers (7), Pereira (8), Snodgrass (7), Grosicki (7), Robinson (8).
Varamenn: Robson-Kanu (6)

Man of the match: Matheus Pereira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner