Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. janúar 2022 15:03
Brynjar Ingi Erluson
Rafael Benítez rekinn frá Everton (Staðfest)
Mynd: EPA
Everton er búið að reka spænska knattspyrnustjórann Rafael Benítez en þetta kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu í dag.

Benítez tók við Everton í sumar eftir að Carlo Ancelotti hætti með liðið.

Liðið byrjaði vel undir stjórn spænska stjórans en hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimmtán deildarleikjum liðsins.

Það var 2-1 tapið gegn Norwich City í gær sem fyllti mælinn og var því ákveðið að reka hann frá félaginu.

Everton hefur ekki gefið upp hver mun taka við til bráðabirgða en félagið mun senda frá sér frekari upplýsingar um það á næstu dögum.

Everton situr í 15. sæti aðeins sex stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner